Hér gengur allt sinn vanagang. Nóg að gera í skólanum hjá mér, þó það séu nú enþá 2 mánuðir í að hann klárist. Davíð byrjaður að spila með Vedbæk hérna í Köben og líkar bara vel.
Þetta verður síðan svolítið öðruvísi sumar, við ætlum lítið heim til Íslands heldur verður stefnan tekin á USA að heimsækja Ásdísi og Nolyn, og hlökkum við mikið til. Við ætlum að vera í 4 vikur og ferðast og gera ýmislegt skemmtilegt. Ætlum svo að enda ferðina öll fjögur í New York sem verður æði.
Næsta helgi er svo stefnan tekin á Odense í afmæli hjá aðal prinsessunni, Unnur Sjöfn verður 4 ára 28. apríl. Hún tók sig til og skar sig illa núna um daginn, skar í sundur sin í þumal fingrinum sínum, og er núna í gifsi upp að öxl greyið.
Annars er vorið að koma hérna í Danmörku, búið að vera rosa fínt veður hérna undanfarna daga, sól og blíða, vonum bara að það haldist
En ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, spurning hvort maður komst í gírinn og fari að blogga almenninlega aftur, skora svo á hann Davíð minn til fara að henda inn nokkrum línum :)
bíb (bless í bili)
-A
Sunday, 20 April 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Hóhó.. Snilld að fá blogg frá hnoðara kvikindinu og danska byggingarfræðingnum. VEra svo duglega að smella inn myndum.
MR. china dude
Ég er virkilega ánægð með þetta framtak - meira svona!!
Takk fyrir SKEMMTILEGT símtal í gær, búin að segja Sturlu fréttirnar og hann er hæst ánægður;)
knús Íris
jæja nú get ég kommentað;)
Heyrðu já líst mega vel á að bloggsíðan sé komin aftur til lífsins!;)
Loksins getur maður aftur fylgst með ykkur skotuhjúum á blogginu. Ánægð með ykkur.
Kveðja frá Aarhus
og bara en og aftur TIL HAMINGJU ;)
knús knús knús
kv. thelma
Veii veii veii.
er mega ánægð með áhuga ykkar með að blogga á ný.
Mun vera tíður gestur hér á þessari gullfallegu appelsínugulu síðu.
fullt af knúsum og kossum og innilega til hamingju skötuhjú.
túrilú.
Hratt flýgur fiskisagan. Gaman að heyra góðar fréttir, innilega til hamingju!
Post a Comment