Sunday, 20 April 2008

Blogg ?

Hér gengur allt sinn vanagang. Nóg að gera í skólanum hjá mér, þó það séu nú enþá 2 mánuðir í að hann klárist. Davíð byrjaður að spila með Vedbæk hérna í Köben og líkar bara vel.

Þetta verður síðan svolítið öðruvísi sumar, við ætlum lítið heim til Íslands heldur verður stefnan tekin á USA að heimsækja Ásdísi og Nolyn, og hlökkum við mikið til. Við ætlum að vera í 4 vikur og ferðast og gera ýmislegt skemmtilegt. Ætlum svo að enda ferðina öll fjögur í New York sem verður æði.

Næsta helgi er svo stefnan tekin á Odense í afmæli hjá aðal prinsessunni, Unnur Sjöfn verður 4 ára 28. apríl. Hún tók sig til og skar sig illa núna um daginn, skar í sundur sin í þumal fingrinum sínum, og er núna í gifsi upp að öxl greyið.

Annars er vorið að koma hérna í Danmörku, búið að vera rosa fínt veður hérna undanfarna daga, sól og blíða, vonum bara að það haldist

En ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, spurning hvort maður komst í gírinn og fari að blogga almenninlega aftur, skora svo á hann Davíð minn til fara að henda inn nokkrum línum :)

bíb (bless í bili)
-A

7 comments:

isak said...

Hóhó.. Snilld að fá blogg frá hnoðara kvikindinu og danska byggingarfræðingnum. VEra svo duglega að smella inn myndum.

MR. china dude

iris said...

Ég er virkilega ánægð með þetta framtak - meira svona!!

Takk fyrir SKEMMTILEGT símtal í gær, búin að segja Sturlu fréttirnar og hann er hæst ánægður;)

knús Íris

Anonymous said...

jæja nú get ég kommentað;)
Heyrðu já líst mega vel á að bloggsíðan sé komin aftur til lífsins!;)

Anonymous said...

Loksins getur maður aftur fylgst með ykkur skotuhjúum á blogginu. Ánægð með ykkur.

Kveðja frá Aarhus

og bara en og aftur TIL HAMINGJU ;)

Anonymous said...

knús knús knús

kv. thelma

Þórunn Þórarinsdóttir said...

Veii veii veii.

er mega ánægð með áhuga ykkar með að blogga á ný.

Mun vera tíður gestur hér á þessari gullfallegu appelsínugulu síðu.

fullt af knúsum og kossum og innilega til hamingju skötuhjú.

túrilú.

Anonymous said...

Hratt flýgur fiskisagan. Gaman að heyra góðar fréttir, innilega til hamingju!