Monday, 28 April 2008

Afmæli...

Sæta frænka mín hún Unnur Sjöfn er 4. ára í dag. Við fórum í heljarinnar afmælisveislu um helgina í Bjørnemosen og var veislan langt fram á kvöld :) Aðal prinsessan fékk auðvitað heilan haug af pökkum og fannst það sko ekki leiðinlegt.


Hún tók sig til og klæddi sig og setti ipodinn á sig og var sko að fara út að hlaupa!

Enduðum svo helgina á sleikja sólina á pallinum hjá þeim í Odense, og sumir nefni enginn nöfn (Davíð) fékk rosa flott wife beater hlýrabola far og það var endalaust fyndið :)

Annars er allt fínt að frétta af okkur héðan, Birgir bróðir hans Davíðs kemur til okkar í heimsókn á morgun þannig að það verður væntanlega gert eitthvað skemmtilegt.

Kveðja úr sólinni í DK ;)

-A

No comments: