Monday, 21 July 2008

Lake of the Ozarks..

Þangað fórum við um helgina, í brjálæðislegum hita og fínerí. Vorum í risa húsi fyndasta hús sem ég veit um, allt innréttað að 90's stíl með neon ljósum, glerborðum, vatnsrúmi og tilheyrandi fínheitum :)

kíktum út á lífið og þá var auðvitað farið þangað bara með bát.. hvað annað :) og síðan var kíkt í outlet verslanir og verslað aðeins eins og sönnum íslendingum sæmir :)

svo fórum við líka á alvöru rodeo hérna í Kirksville mjög gaman, eitt nautið slapp í gegnum hlið og hálfur bærinn fór að reyna að ná því :)











hvor er stærri, ég eða Nolyn?

3 comments:

Anonymous said...

Það er engin öfund í manni þegar maður situr heima hérna á Íslandinu í mígandi rigningu og er að skoða þessar myndir.. Svei ykkur.. nei nei djók. En það er samt mígandi rigning.

Mjólkin biður að heilsa cornflake og óléttu konunni ... sælar!

Anonymous said...

jiiii hvað þú ert sæt svona ólétt...

en ég er ég eitthvað á mis, eru komnar inn myndir af ferðinni inn í myndaalbúmið ? ég sé engar :)

Selma Sól

Bjarney Anna said...

Hæ elskurnar mínar,

Mikið er gaman að fylgjast með ferðalaginu ykkar.

Vona að allt gangi vel og hlakka til að fá fleiri fréttir :)

Góða skemmtun!