Thursday, 17 July 2008

USA

Jæja þá erum við loksins komin til USA og búin að vera í viku. Við byrjuðum á að vera í 3 daga í New York sem var æði, ætlum svo að skoða og gera meira þegar við förum með Ásdísi og Nolyn þangað 1. ágúst. Síðan gekk smá brösulega að komast til þeirra til Kirksville en það hófst á endanum. Byrjaði á því að ég (Allý) kann greinilega ekki muninn á AM og PM ! héldum að við ættum flug 7 um morguninn frá NY en það var víst ekki fyrr en um kvöldið en við föttuðum það rétt í tíma allavega. Síðan þegar við komum í flugið vorum við í minnstu flugvél í heimi, þetta var eins og að fara að fljúga frá Reykjavík til Ísafjarðar, svo lítil var vélin.. en já og svo þurftum við að bíða í 3 tíma útí vél áður en hún fór í loftið vegna groundtraffic á JFK. En við komumst allavega á endanum að hitta Ásdísi og Nolyn.

Annars erum við búin að hafa það rosa gott, svaka hiti hérna í Kirksville og búin að slaka á og hafa það gott.

Setjum inn nokkrar myndir og bloggum svo aftur fljótlega...










kveðja frá Kirksville

Allý og Davíð

3 comments:

Anonymous said...

Bið að heilsa Ásdísi og Nolyn!
Góða skemmtun :D

Kveðja, Kata

Anonymous said...

Af hverju er davíð með markmannshanska í vatni??

lúði

kv.Pálanetta

Anonymous said...

Uuuu Pála... að því að það er ógeðslega kúl.

kv. davíð