Sunday, 26 October 2008

Komin heim

Jæja þá erum við komin heim og öllum heilsast vel, lilli sefur bara mest allan daginn og hefur það gott.
Allý stóð sig eins og hetja í fæðingunni!

Takk fyrir allar kveðjurnar:)
Það er búið að vera hringja í mig og krefjast mynda og ég ætla reyna standa undir væntingum og skella inn nokkrum.













En ég set fleiri myndir á morgun ég LOFA

kv. Davíð

14 comments:

Jonas og lísa said...

Jeiiiii!

Velkomin heim.

Hlökkum til að hitta ykkur næst.

kv.Jónas og Lísa

Anonymous said...

Elsku Davíð og Allý.

Til hamingju með litla fallega gullmolann ykkar. Ekkert smá líkur pabba sínum.
Gangi ykkur vel.

k
Kveðja Adda og Óli.

Anonymous said...

ooo þetta er svo frábært!! og gott að öllum líði vel ;) hlakka til að heyra meira frá ykkur!
Enn og aftur, óendanlega fallegur eins og við var að búast haha
knús til allra, kv. thelma.

Anonymous said...

Ást við fyrstu aðra þriðju fjórðu fimmtu sjöttu sjöundu áttundu níundu OG tíundu SÝN!!

Ég elska hann.

og ykkur!

xoxo

Anonymous said...

Elsku Allý og Davíð

Velkomomin heim með litla gullmolan ykkar, sem af myndunum af dæma er ótrúlega líkur pabba sínum :)

Bestu kveðjur af Álfhólsveginum
Jóna, Höddi, Ásta, Andri Már og Atli Berg

heidi said...

ohh, hann er svo lítill. Þið takið ykkur ekkert smá vel út bæði tvö með lillann í fanginu og Allý þú lítur ótrúlega vel út - NÝ-búin að eiga! Líka svo fín að vanda þig að halda á lillanum þínum, ohh þetta eru svo geggjaðir dagar.. vona að allt gangi eins og í sögu næstu vikur, hlakka til að sjá/heyra meira af ykkur ;)

binni biður að heilsa tilvonandi megavini sínum ;)

Þórunn Þórarinsdóttir said...

Elsku foreldrar. Frumburðurinn ykkar er svo sannarlega vel heppnaður.

Er með króníska gæsahúð .. hlakka svo til að fá að knúsast með ykkur..

Kv. Þórunn og kúlan sem fær vonandi að fjúka eftir 19 daga ;)

heidi said...

"Ekki Heidi sem skrifar"

Til hamingju með strákinn ;) Frábært að heyra að öllum líði vel. Bíð spenntur eftir því að fá að halda á nýja prinsinum.

Kv Biggi

Anonymous said...

frábært að þið séuð komin heim:)
hann er ekkert smá mikið krútt í rauða og gráa gallanum ;)

Linda said...

Elsku Allý og Davíð - innilega til hamingju með frumburðinn, hann er dásamlegur, njótið þess vel að takast á við ný hlutverk:) (er einmitt í Köben en á leið heim) kv. Linda úr dansinum

Anonymous said...

Sætastur!!

Ótrúlega myndarlegir foreldrar - besta hlutverk ykkar hingað til!

Gangi ykkur rosalega vel - hlakka endalaust mikið til að sjá ykkur öllsömul:)

Knús til ykkar,
Kalla

Anonymous said...

Innilega til hammó með þennan flotta strák elsku Allý og Davíð....hann er æði! Gangi ykkur súper vel og njótið tímans framundan
Knús Jói og Bryndís

Anonymous said...

ohh hva það er gaman að skoða þessar myndir aftur og aftur :) hlakka til að sjá nýjar í kvöld ;)

hann er nú líkur pabba sínum en mér finnst ég sjá smá Unni Sjöfn líka í honum .. :)

xoxoxo - Svava

Anonymous said...

Elsku Allý og Davið enn og aftur til hamingju með litla prinsinn hann er gullfallegur. Ömmu hlakkar mikið til að koma til ykkar og geta kysst og knúsað prinsinn.

Kv af Móabarðinu