.. já styttist heldur betur í krílið okkar, bara um 6 vikur eftir.. af því tilefni vorum í því að þvo barnaföt um helgina og síðan er vagninn fíni kominn í hús :) annars ekki mikið að frétta héðan af Larsbjørnsstræde, Davíð að vinna á fullu og ég í skólanum sem byrjar kröftuglega og er nóg að gera mér til ómældrar ánægju... not!

Við förum síðan í vaxtarsónar á föstudaginn til að athuga hvað krílið er orðið stórt, ég er orðin ansi myndarleg um mig og get eiginlega ekki séð hvernig ég á að geta orðið stærri! er "aðeins" 110cm utan um mig og já ég er by the way 150cm á hæð þannig að það er ekki langt í að maður verði nú bara algjörlega kúlulaga!
Annars langaði mig að henda inn myndum síðan í ágúst og sept. Sirra sis hélt heljarinnar afmælispartý og svo Herbert var í heimsókn sem var mjög gaman..
já ég er minnst af okkur systkinunum
nördarnir fóru báðir í svartan wife beater..
þessi sæta stelpa verður tvöföld stóra frænka á næstu mánuðum :)
Unnur spurði mig einmitt ótrúlega einlægrar spurningar um daginn þegar hún var að glápa á bumbuna á mér.. "en Allý, hvernig kemst barnið svo eiginlega út??" hún er 4 ára btw.. uuu ég varð nátla frekar vandræðaleg en ég og mamma hennar komumst að góðri niðurstöðu til að segja henni þannig að hún var sátt með svarið og veit sko núna hvernig börnin komast út :)
Síðan náði Pála að stoppa aðeins hjá okkur í langþráðri heimsókn:)

jæja ætla að fara að hætta þessu bulli...
kveðja af larsbjörnstrætinu
12 comments:
jiii hefði ekki verið til í að fá þessa spurningu!! haha
hilsen Nannfríður
jeminn eini hvað þú ert hugguleg með kúluna!! og það er ekkert smá magn af fötum og dúllan/inn ekki einu sinni fædd/ur ;)
knús, thelma og logi
hlæ hlæ hlæ!!! 110 x 150!!!
vildi að þú værir aðeins nær....
kiss kiss Íris.
Hlakka ekkert smá til að sjá krílið ykkar. Vonandi getum við komið í heimsókn til ykkar eftir að krílið er komið í heiminn.
Þú lítur rosalega vel út Allý, farðu vel með þig og láttu Davíð dekra við þig!
Kram Eyrún, Guðrún María og Hafdís
Vááá hvað bumban er orðin myndarleg.... jeijjjj :)
Jimundur hvað þú ert krúttaraleg .. og vá hvað þið eruð dugleg.. :)
knús alla leið til köben..
kv. Þórunn
Vá hvað ég var búin að gleyma að þið værum með bloggsíðu ;) Maður er orðinn alveg háður þessu myspacei ;þ
Gaman að sjá hvað bumban hefur stækkað!
Hafið það gott ;)
Love love ;*
Bexý!
nú vil ég fara að sjá litla allý ;)
kv. thelma.
Já það heldur betur styttist,, bara örfáir dagar:D
TIL HAMINGJU MEÐ LITLA STRÁKINN ALLÝ OG DAVÍÐ!!!
vonandi hafið þið það ógeðslega gott, hlakka til að sjá ykkur öll þrjú!!!
kv. Heiðdís, Biggi og Brynjar Valur!
Innilega til hamingju með litla strákinn! getum ekki beðið eftir að sjá myndir!!!
Kv. Thelma, Nonni og Logi
Innilega til hamingju Allý og Davíð!
Kv. Linda Rós :)
Post a Comment