Wednesday, 30 July 2008

Nýjar myndir

Við erum búin að setja eitthvað af nýjum myndum á myndasíðuna og erum að klára að setja fleiri.

Héðan er allt gott að frétta, erum að fara til New york á föstudaginn með Ásdísi og Nolyn og ætlum að taka mega túristapakka þar





bumban stækkar og stækkar.. greinilega gott að borða í USA :)

Langar líka að óska Thelmu og Nonna innilega til hamingju með litla prinsinn sem kom í heiminn á mánudaginn!

endilega kíkið á nýjar myndir á myndasíðunni

kv. Allý og Davíð

Monday, 21 July 2008

Lake of the Ozarks..

Þangað fórum við um helgina, í brjálæðislegum hita og fínerí. Vorum í risa húsi fyndasta hús sem ég veit um, allt innréttað að 90's stíl með neon ljósum, glerborðum, vatnsrúmi og tilheyrandi fínheitum :)

kíktum út á lífið og þá var auðvitað farið þangað bara með bát.. hvað annað :) og síðan var kíkt í outlet verslanir og verslað aðeins eins og sönnum íslendingum sæmir :)

svo fórum við líka á alvöru rodeo hérna í Kirksville mjög gaman, eitt nautið slapp í gegnum hlið og hálfur bærinn fór að reyna að ná því :)











hvor er stærri, ég eða Nolyn?

Thursday, 17 July 2008

USA

Jæja þá erum við loksins komin til USA og búin að vera í viku. Við byrjuðum á að vera í 3 daga í New York sem var æði, ætlum svo að skoða og gera meira þegar við förum með Ásdísi og Nolyn þangað 1. ágúst. Síðan gekk smá brösulega að komast til þeirra til Kirksville en það hófst á endanum. Byrjaði á því að ég (Allý) kann greinilega ekki muninn á AM og PM ! héldum að við ættum flug 7 um morguninn frá NY en það var víst ekki fyrr en um kvöldið en við föttuðum það rétt í tíma allavega. Síðan þegar við komum í flugið vorum við í minnstu flugvél í heimi, þetta var eins og að fara að fljúga frá Reykjavík til Ísafjarðar, svo lítil var vélin.. en já og svo þurftum við að bíða í 3 tíma útí vél áður en hún fór í loftið vegna groundtraffic á JFK. En við komumst allavega á endanum að hitta Ásdísi og Nolyn.

Annars erum við búin að hafa það rosa gott, svaka hiti hérna í Kirksville og búin að slaka á og hafa það gott.

Setjum inn nokkrar myndir og bloggum svo aftur fljótlega...










kveðja frá Kirksville

Allý og Davíð