Monday, 2 June 2008

Erum á lífi...

Jæja langt síðan að það hefur verið eitthvað bloggað á þessari blessuðu síðu.

Vil byrja á því að óska Gesti og Eyrúnu innilega til hamingju sætu tvíburastelpurnar sínar sem komu í heiminn 1.júní :)

En það er nóg búið að gerast, við skelltum okkur til Íslands í helgarferð og höfðum það eiginlega of gott. Stórskemmtileg heimsókn, gaman að hitta alla og bara frábær ferð.

Núna er það bara skólinn og vinnan á fullu, skólinn klárast hjá Allý 23 júní og svo fer hún til Íslands að vinna og ég verð hér áfram að vinna sveittur þar til við förum til USA 10. júlí.

Síðan er það 20 vikna sónar á föstudaginn og við hlökkum mikið til, bumban stækkar og erum farin að finna smá hreyfngar, Allý samt meira en ég :)

Annars er það bara sól og sumar hérna í Köben, búið að vera geggjað veður og á að vera það áfram :)

enda á nokkrum myndum frá síðustu vikum..


Jóna var að útskrifast þegar við vorum heima


Ég og Odda í sólinni í köben


Dóri 25 ára og við fengum okkur burger


Allý og Odda í Kongens Have

jæja kveð að sinni

word to your mother..

-Davíð

2 comments:

Anonymous said...

Djöfull er þetta furðuleg auglýsing.. "afhverju stendur únderdog?" Góð spurning..

Anonymous said...

hahaha classic:)

Davíð