Sunday, 23 November 2008

Jæja þá...

Tæknin er eitthvað að stríða okkur á myndasíðunni þannig að ég set nokkrar myndir hér inn þar til ég finn útúr þessu.
Annars er allt gott að frétta héðan, erum byrjuð að pakka fyrir heimferð og allt í drasli semsagt.
Lilli er duglegur að borða, sofa, stækka og er algjör bleyjuböðull!!!
Er farinn að halda hausnum í stuttan tíma í einu og farinn að hlæja að okkur ef við gerum eitthvað sniðugt.

Afi og amma kíktu til Köben til að sjá gripinn


Hérna er hann 4. vikna að hnerra:)


Á spjallinu


Að slaka á í pullunni góðu


Davíð out!

jahá

Thursday, 13 November 2008

Nýjar myndir

Lilli stækkar og stækkar, orðinn 4,1kg og er duglegur að borða :)



Unnur Sjöfn stóra frænka þvílíkt stolt með litla frænda sinn og kann sko alveg að halda á honum :)

Amma Odda var í heimsókn hjá okkur og lilla fannst ótrúlega gott að fá svona ömmuknús og smá dekur :) og foreldrunum fannst líka rosa fínt að hafa hana, þurftum aldrei að vaska upp og svona, mjög næs :) takk fyrir okkur amma Odda (og Sigfús afi þótt hann hafi ekki komist með)

annars eru komnar nýjar myndir á myndasíðuna og síðan koma amma Kristín og afi Magnús í heimsókn í kvöld og lilli bíður spenntur eftir að hitta þau :)


kv. af larsbjörnsstrætinu..

Saturday, 8 November 2008

All you need is love...

Þau tóku sig til og giftu sig í dag 08.11.08 ! Til hamingju elsku Sirra og Jonni, þið eruð æðisleg :)



Síðan er þessi mynd til Unnar Sjafnar stóru frænku með kveðju frá litla frænda..



Við hlökkum til að sjá ykkur á morgun :)

vil bæta því við að væntanlega verður þetta í eina og síðasta skipti sem hann fær að vera í svona grænu...

Thursday, 6 November 2008

Nokkrar myndir

Jæja nýjar myndir, lilli er búinn að prófa snuð í fyrsta skipti og var alveg að fíla það... en það eru reyndar ekki mikil not fyrir það þar sem hann er ekkert mikið fyrir það að væla.

Hérna er hann að ræða við tuskudýrin sín


Geispandi


Eitthvað að tjá sig við mömmu sína


Með snuðið góða


Hendi inn myndum á myndasíðuna fljótlega....

Davíð out....

Sunday, 2 November 2008

Fyrsta skoðunin, baðtími og nýjar myndir

Þá er lillinn okkar búinn að fara í fyrstu skoðunina og stóð sig heldur betur vel. Búinn að þyngjast um 250gr fyrstu vikuna, orðinn 3,5 kg og var hjúkkan svaka ánægð með hann :)



Síðan var hann baðaður í fyrsta skiptið núna um helgina og leist honum heldur betur vel á það, hann var smá að pæla í hvað væri í gangi fyrst en síðan leið honum bara svaka vel og vildi helst ekkert fara upp úr.





Annars gengur bara allt rosa vel hérna á Larsbjörnsstrætinu og við höfum það rosa gott öll saman.

Við erum búin að setja fullt af myndum á myndasíðuna okkar og ef einhverjum vantar lykilorðið þá getiði sent okkur sms eða email á allys@internet.is.

kær kveðja

Allý, Davið og lilli