Síðan að allt öðru, ég er nú fyrir löngu búin að komast að því að pabbi minn er einstaklega fyndinn og er alveg klárlega sonur pabba síns.. það kom frétt í Mogganum á mánudaginn um að Ísbjörninn frægi yrði stoppaður upp, einnig var talað um viðvörunarskiltin sem búið vera að setja upp sitthvoru megin við veginn við Þverárfjall..
"Passið ykkur á ísbjörnunum, einhverjir hafa sett upp skilti á Þverárfjalli þar sem varað er við umferð hvítabjarna á svæðinu. Líkur á að sjá þar aftur ísbjörn verða þó að teljast litlar."

"Búið er að koma fyrir tveimur áberandi skiltum, hvoru sínum megin við veginn efst á
Þverárfjalli þar sem varað er við umferð hvítabjarna um svæðið. Enn er ekki vitað hvaða aðilar voru þar að verki."
já þetta var semsagt pabbi minn sem tók sig til og bjó til þessi skilti og setti þau upp...
hann er bara fyndinn
-A