Wednesday, 11 June 2008

Markaskorarinn og ísbjörninn...

Davíð spilaði með varaliði BSV um helgina á móti Brøndby. Þeir fóru létt með þann leik og unnu 4-0 og Davíð tók sig til og skoraði bara öll fjögur mörkin :) varnarmaður my ass...



Síðan að allt öðru, ég er nú fyrir löngu búin að komast að því að pabbi minn er einstaklega fyndinn og er alveg klárlega sonur pabba síns.. það kom frétt í Mogganum á mánudaginn um að Ísbjörninn frægi yrði stoppaður upp, einnig var talað um viðvörunarskiltin sem búið vera að setja upp sitthvoru megin við veginn við Þverárfjall..

"Passið ykkur á ísbjörnunum, einhverjir hafa sett upp skilti á Þverárfjalli þar sem varað er við umferð hvítabjarna á svæðinu. Líkur á að sjá þar aftur ísbjörn verða þó að teljast litlar."



"Búið er að koma fyrir tveimur áberandi skiltum, hvoru sínum megin við veginn efst á
Þverárfjalli þar sem varað er við umferð hvítabjarna um svæðið. Enn er ekki vitað hvaða aðilar voru þar að verki."

já þetta var semsagt pabbi minn sem tók sig til og bjó til þessi skilti og setti þau upp...

hann er bara fyndinn

-A

Saturday, 7 June 2008

25 ára !

Davíð minn er 25 ára í dag !




Elsku Davíð innilega til hamingju með daginn sæti minn :)

koss og knús!

-A

Monday, 2 June 2008

Erum á lífi...

Jæja langt síðan að það hefur verið eitthvað bloggað á þessari blessuðu síðu.

Vil byrja á því að óska Gesti og Eyrúnu innilega til hamingju sætu tvíburastelpurnar sínar sem komu í heiminn 1.júní :)

En það er nóg búið að gerast, við skelltum okkur til Íslands í helgarferð og höfðum það eiginlega of gott. Stórskemmtileg heimsókn, gaman að hitta alla og bara frábær ferð.

Núna er það bara skólinn og vinnan á fullu, skólinn klárast hjá Allý 23 júní og svo fer hún til Íslands að vinna og ég verð hér áfram að vinna sveittur þar til við förum til USA 10. júlí.

Síðan er það 20 vikna sónar á föstudaginn og við hlökkum mikið til, bumban stækkar og erum farin að finna smá hreyfngar, Allý samt meira en ég :)

Annars er það bara sól og sumar hérna í Köben, búið að vera geggjað veður og á að vera það áfram :)

enda á nokkrum myndum frá síðustu vikum..


Jóna var að útskrifast þegar við vorum heima


Ég og Odda í sólinni í köben


Dóri 25 ára og við fengum okkur burger


Allý og Odda í Kongens Have

jæja kveð að sinni

word to your mother..

-Davíð