Tuesday, 30 December 2008

Kristófer Davíðsson





Nýjar myndir á myndasíðunni!

Gleðilegt nýtt ár :)

Wednesday, 10 December 2008

Fjölskyldan flytur..







... til Íslands 13. desember :)

Tuesday, 2 December 2008

Síðustu vikurnar í DK...

Bjornemosen-gengið kíkti í heimsókn um helgina.. það var mikið stuð í Larsbjörnsstrætinu

Þessi tvö eru uppáhalds !



Við kíktum út að borða




Nýjar myndir koma fljólega á myndasíðuna / nye billeder kommer snart ;)

Sunday, 23 November 2008

Jæja þá...

Tæknin er eitthvað að stríða okkur á myndasíðunni þannig að ég set nokkrar myndir hér inn þar til ég finn útúr þessu.
Annars er allt gott að frétta héðan, erum byrjuð að pakka fyrir heimferð og allt í drasli semsagt.
Lilli er duglegur að borða, sofa, stækka og er algjör bleyjuböðull!!!
Er farinn að halda hausnum í stuttan tíma í einu og farinn að hlæja að okkur ef við gerum eitthvað sniðugt.

Afi og amma kíktu til Köben til að sjá gripinn


Hérna er hann 4. vikna að hnerra:)


Á spjallinu


Að slaka á í pullunni góðu


Davíð out!

jahá

Thursday, 13 November 2008

Nýjar myndir

Lilli stækkar og stækkar, orðinn 4,1kg og er duglegur að borða :)



Unnur Sjöfn stóra frænka þvílíkt stolt með litla frænda sinn og kann sko alveg að halda á honum :)

Amma Odda var í heimsókn hjá okkur og lilla fannst ótrúlega gott að fá svona ömmuknús og smá dekur :) og foreldrunum fannst líka rosa fínt að hafa hana, þurftum aldrei að vaska upp og svona, mjög næs :) takk fyrir okkur amma Odda (og Sigfús afi þótt hann hafi ekki komist með)

annars eru komnar nýjar myndir á myndasíðuna og síðan koma amma Kristín og afi Magnús í heimsókn í kvöld og lilli bíður spenntur eftir að hitta þau :)


kv. af larsbjörnsstrætinu..

Saturday, 8 November 2008

All you need is love...

Þau tóku sig til og giftu sig í dag 08.11.08 ! Til hamingju elsku Sirra og Jonni, þið eruð æðisleg :)



Síðan er þessi mynd til Unnar Sjafnar stóru frænku með kveðju frá litla frænda..



Við hlökkum til að sjá ykkur á morgun :)

vil bæta því við að væntanlega verður þetta í eina og síðasta skipti sem hann fær að vera í svona grænu...

Thursday, 6 November 2008

Nokkrar myndir

Jæja nýjar myndir, lilli er búinn að prófa snuð í fyrsta skipti og var alveg að fíla það... en það eru reyndar ekki mikil not fyrir það þar sem hann er ekkert mikið fyrir það að væla.

Hérna er hann að ræða við tuskudýrin sín


Geispandi


Eitthvað að tjá sig við mömmu sína


Með snuðið góða


Hendi inn myndum á myndasíðuna fljótlega....

Davíð out....

Sunday, 2 November 2008

Fyrsta skoðunin, baðtími og nýjar myndir

Þá er lillinn okkar búinn að fara í fyrstu skoðunina og stóð sig heldur betur vel. Búinn að þyngjast um 250gr fyrstu vikuna, orðinn 3,5 kg og var hjúkkan svaka ánægð með hann :)



Síðan var hann baðaður í fyrsta skiptið núna um helgina og leist honum heldur betur vel á það, hann var smá að pæla í hvað væri í gangi fyrst en síðan leið honum bara svaka vel og vildi helst ekkert fara upp úr.





Annars gengur bara allt rosa vel hérna á Larsbjörnsstrætinu og við höfum það rosa gott öll saman.

Við erum búin að setja fullt af myndum á myndasíðuna okkar og ef einhverjum vantar lykilorðið þá getiði sent okkur sms eða email á allys@internet.is.

kær kveðja

Allý, Davið og lilli

Wednesday, 29 October 2008

5 daga gamall

Jæja þá er meistarinn orðinn 5 daga gamall og strax búinn að fara í smá ferðalag í Land Rovernum (af því að Gestur og Eyrún eiga Hummer sko)... fórum uppá spítala í blóðprufu og heyrnamælingu og auðvitað tókum við strætó. Hann var bara rólegur og fannst ekkert að því að kíkja smá út.

Annars allt gott héðan þ.e.a.s. bara borðað, sofið, skipt um bleyjur og chillað, við erum búin að fá fullt af kveðjum og þökkum kærlega fyrir þær.







Þetta glott bræðir





Ætlum svo fljótlega að setja inn myndir á myndasíðuna okkar, en nóg í bili....

over and out

Davíð, Allý og lilli

Monday, 27 October 2008

Sunday, 26 October 2008

Komin heim

Jæja þá erum við komin heim og öllum heilsast vel, lilli sefur bara mest allan daginn og hefur það gott.
Allý stóð sig eins og hetja í fæðingunni!

Takk fyrir allar kveðjurnar:)
Það er búið að vera hringja í mig og krefjast mynda og ég ætla reyna standa undir væntingum og skella inn nokkrum.













En ég set fleiri myndir á morgun ég LOFA

kv. Davíð

Friday, 24 October 2008

24.10.08

Þessi meistari fæddist 24. Október 2008



51 cm og 3250 grömm



meira seinna:)

er farinn að sofa...

kv. Davíð

Monday, 15 September 2008

Styttist...


.. já styttist heldur betur í krílið okkar, bara um 6 vikur eftir.. af því tilefni vorum í því að þvo barnaföt um helgina og síðan er vagninn fíni kominn í hús :) annars ekki mikið að frétta héðan af Larsbjørnsstræde, Davíð að vinna á fullu og ég í skólanum sem byrjar kröftuglega og er nóg að gera mér til ómældrar ánægju... not!


Við förum síðan í vaxtarsónar á föstudaginn til að athuga hvað krílið er orðið stórt, ég er orðin ansi myndarleg um mig og get eiginlega ekki séð hvernig ég á að geta orðið stærri! er "aðeins" 110cm utan um mig og já ég er by the way 150cm á hæð þannig að það er ekki langt í að maður verði nú bara algjörlega kúlulaga!

Annars langaði mig að henda inn myndum síðan í ágúst og sept. Sirra sis hélt heljarinnar afmælispartý og svo Herbert var í heimsókn sem var mjög gaman..


já ég er minnst af okkur systkinunum


nördarnir fóru báðir í svartan wife beater..


þessi sæta stelpa verður tvöföld stóra frænka á næstu mánuðum :)

Unnur spurði mig einmitt ótrúlega einlægrar spurningar um daginn þegar hún var að glápa á bumbuna á mér.. "en Allý, hvernig kemst barnið svo eiginlega út??" hún er 4 ára btw.. uuu ég varð nátla frekar vandræðaleg en ég og mamma hennar komumst að góðri niðurstöðu til að segja henni þannig að hún var sátt með svarið og veit sko núna hvernig börnin komast út :)


Síðan náði Pála að stoppa aðeins hjá okkur í langþráðri heimsókn:) hún náði að gista í eina nótt og versla helling, en ég rukka hana um lengri heimsókn næst, þessi var líka bara svona óvænt eiginlega :) en hún varð annars Íslandsmeistari með Val um helgina! Til hamingju Pála mín..

jæja ætla að fara að hætta þessu bulli...


kveðja af larsbjörnstrætinu

Wednesday, 13 August 2008

New York

Jæja við erum búin að setja inn myndir frá New York..

New York er nátla bara æði og ég vona að maður komist þangað aftur seinna :) Við vorum bara í því að túristast og kíkja í búðir og svona ýmislegt..

Annars erum við bara komin aftur til DK, Davíð byrjaður að vinna og síðan byrjar skólinn hjá mér eftir tvær vikur

Herbert bróðir er kominn í heimsókn og er stefnan sett á Odense á morgun, stórafmæli hjá Sirru sis um helgina.. gellan að verða 30 :)











allavega nýjar myndir á myndasíðunni

kv. Allý